Sale!

Tzatziki grísk kryddblanda 25g

299 kr.

Innihald: Dill, laukur, hvítlaukur, sjávarsalt, graslaukur.

Tzatziki er ættað frá Grikklandi og er kryddið í klassískri kaldri sósu þar í landi, sem er borin fram með öllum mat.

Það er einnig ljúffengt að krydda grænmeti með Tzatziki kryddblöndunni. Marðar soðnar litlar kartöflur (smælki) kryddaðar með Tzatziki sem eru svo steiktar á pönnu í heitu smjöri eða olíu eru lostæti með öllum mat. Einnig er blandan tilvalin til að krydda fisk og allt sjávarfang.

Fyrir kalda sósu: Hrærið 1 góða msk af kryddblöndu í 1 dós af sýrðum rjóma eða gríska jógúrt. Eða að setja helmng af sýrðum rjóma á móti helming af grískri jógúrt. Setjið eins og 1 tsk af sítrónusafa saman við og örlítið salt. Það er gott að skera eins og 3cm af gúrku (ég kjarnhreinsa hana því annars þynnist sósan) og saxa smátt og blanda saman við. Látið sósuna standa í a.m.k. klst til að kryddið nái að blotna og taka sig. Gott að bera þessa sósu fram með grillmat, með fiski, bakaðri kartöflu, grænmeti og snakkinu.

Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs.

Uppselt

Category:
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );