Kæri notandi eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda sem og notkun á vefverslun Kryddhússins. Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.
Kryddhúsið er fjölskyldurekið fyriræki sem hóf starfsemi sína í október 2015. Kryddið og sælkeravöruna sem við bjóðum til sölu flytjum við inn sjálf. Við leytumst eftir topp gæðum og ferskleika. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Kryddhússins.
Verð:
Verð á kryddi og matvöru sem birtist í netverslun okkar innifelur 11% virðisaukaskatt. Gjafavara ber 24% virðisaukaskatt. Verð er birt með fyrirvara um myndbrengls og eða prentvillur og áskilur Kryddhúsið séð að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma en viðskiptavinur hefur greitt fyrir hana mun Kryddhúsið endurgreiða vöruna að fullu.
Sendingarkostnaður:
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferlis, áður en greiðsla fer fram.
Sendingarmöguleikar:
Pakki á pósthús – kostnaður 1550 kr
Pakki heim – kostnaður 1950 kr
ATH Frí heimsending ef verslað er fyrir 8.500 kr eða meira.
Afhendingartími:
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.
Skilafrestur og endurgreiðsla:
Viðskiptavinur getur skilað vöru ef varan er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum að því gefnu að kvittun fylgi með. Skilafrestur er 30 dagar og kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir Kryddhúsið fyrir endursendingu vörunnar.
Ábyrgð:
Við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu í gegnum vefverslun Kryddhússins. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Korta.
Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfesting og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.
Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Greiðslumöguleikar:
Mögulegt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum.
Einnig er hægt að greiða með millifærslu en óskað eftir þvi að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: info@kryddhus.is áður en pöntun er afgreidd.
Bankareikningur:
0133-26-010103 og kt. 500714-0850
……..
Fyrirtækjaupplýsingar:
Kryddhúsið
Flatahraun 5b
220 Hafnarfjörður
Sími: 777-0027
Netfang: info@kryddhus.is