Svartur pipar malaður 55gr
785 kr.
Innihald: svartur pipar fínmalaður.
Svört, græn og hvít piparkorn koma öll af sömu klifurjurtinni Piper nigrum en eru týnd og meðhöndluð á mismunandi þroskastigum. Svört piparkorn eru græn piparkorn sem búið er að þurrka undir heitri sólinni í þrjá til fjóra daga þar til þau fá á sig dökk brúnan lit. Við það breytist bragð piparkornanna og þau verða bæði beiskari og sterkari á bragðið fyrir vikið.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.