Nigellafræ 55g
490 kr.
Innihald: Nigellafræ.
Nigellafræ eru fræin sem Indverjar nota mikið í sína matargerð og þar á meðal í sitt geysivinsæla mangó chutney sem gjarnan er borið fram með poppadoms á veitingastöðum. Það er fallegt að sáldra Nigellafræum yfir salat eða brauð og fleira matarkyns. Nigellafræ eru einnig þekkt undir heitinu svört laukfræ (black onion seeds) en það er vegna þess að þau gefa svolítið beiskt laukbragð.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silíkons díoxíðs, án salts.
Athugið að við pökkum Nigellafræunum í poka en ekki í hinar hefðbundnu umbúðir úr pappa og filmu.