Múskathneta 4stk
694 kr.
Innihald: múskat hneta
Náttúrulega sætt, aromatískt og bragðmikið krydd sem ber að nota sparlega til að það taki ekki yfir. Hentugt m.a. í uppstúf og sósur (t.d. bechamel í lasagne), í bragðmikla rétti, kæfu- og pylsugerð. Tilvalið að raspa örlítið yfir cappuccinoið til að setja punktinn yfir i-ið!
Best er að geyma múskathnetuna heila og raspa af henni hverju sinni þegar hún er notuð, þannig helst bragð hennar hvað best. Gott er að setja hana út í matinn eins seint og hægt er í eldunarferlinu til að bragð hennar njóti sín.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.