Brauðstangakrydd með næringargeri 60g
619 kr.
Innihald: Næringarger, hvítlaukur, sjávarsalt, laukur, steinselja, oreganó, basilikka.
Uppistaðan í þessari kryddblöndu er næringarger sem er auðugt af B vítamínum, jurtapróteini og steinefnum. Næringarger er unnið úr örveru á sykurreyr og molassa og hentar einnig þeim sem þola ekki hefðbundið ger. Það er vinsælt í hráfæðis- og grænmetisrétti en það hefur ríkan ostakeim. Kryddblandan er tilvalin á brauðstangir, hvers kyns brauðmeti og kex. Einnig ljúffeng til að strá yfir poppið.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs.