Ástríða fyrir kryddi
síðan 2015

Um okkur
Kryddhúsið var upphaflega stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau sameinuðu ástríðu sína fyrir kryddum og hollum mat og hófu starfsemi í Reykjavík. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið hratt og orðið að traustu vörumerki með fjölbreytt úrval af kryddum og kryddblöndum sem fást í matvöruverslunum um allt land. Árið 2024 festi John Lindsay ehf. kaup á fyrirtækinu og sameinaði það matvælaframleiðandanum Agnari Ludvigssyni ehf. sem einnig er í eigu Lindsay. Agnar Ludvigsson ehf. er þekkt fyrir framleiðslu á vörumerkjum á borð við Royal lyftiduft, Royal búðinga og Bezt á kryddin, sem hafa verið hluti af íslenskri matarhefð í áratugi.
Kryddhúsið er stolt af því að bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæða kryddum og kryddblöndum sem auðga matargerð og skapa nýja bragðupplifun í eldhúsinu. Með metnað og ástríðu fyrir gæðum höldum við áfram að veita viðskiptavinum okkar það allra besta.
Hafa samband
Hafðu samband og við munum gera okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er!