Uppskrift fyrir 3-4
1 dós kókosmjólk
2 msk Tælensk Karrýblanda Kryddhússins
2 fiskikraftsteningar leystir upp í glasi af heitu vatni
3 msk fiskisósa
2 msk sykur eða önnur sæta
1/2 tsk Túrmerik
Chili flögur eftir smekk
salt og pipar
1/2 grasker (butternut squash) u.þ.b. 500gr, kjarnhreinsað og skorið í fína teninga
12 risarækjur eða fleiri ef laxinum er sleppt
Lax sem er roðdreginn og búið að skera í bita þó ekki of litla
u.þ.b. 2 msk safi úr límónu
hnefafylli af fersku kóríander og aðeins meira til að sáldra yfir í lokin
Nigella og sesamfræ til að strá yfir í lokin
Aðferð:
Fleytið þykka hlutanum af kókosmjólkinni úr dósinn af og setjið í heitann pott. Hrærið Tælensku karrýblöndunni út í og hitið vel saman. Því næst bætið við restinni af kókosmjólkinni, fiskikraftinum, fiskisósunni og sætunni og hellið eins og 500-800ml af heitu vatni saman við. Látið suðuna koma upp og setjið þá restina af innihaldsefnunum nema rækjurnar og laxinn út í. Látið sjóða í hálftíma eða svo. Mér finnst gott að mauka súpuna með töfrasprota til að fá silkimjúka áferð á hana. Passið að smakka ykkur til og bæta við kryddi, salti osfrv. ef þess þarf. Bætið við vatni ef þarf til að þynna súpuna. Setjið svo rækjurnar og laxinn út í heita súpuna í 3-4 mín eða þar til soðið í gegn rétt áður en hún er borin fram.
Fallegt að strá fersku kóríander, Nigella- og sesam fræum yfir og ljúffengt að bera fram með góðu brauði.