Kakan inniheldur hvorki sykur né fitu og er því svo gott sem eins kaloríusnauð sem hugsast getur fyrir köku! Hún hefur ríkt möndlubragð og er gómsæt og algjörlega þess virði að baka þegar maður vill gera vel við sig án þess að setja viktina eða blóðsykurinn á hvolf!
Uppskrift:
5 egg
1 1/2 tsk möndludropar
115 gr Sukrinmelis (frá Funksjonell) eða annað sambærilegt
100 gr möndlumjöl (mikilvægt að hafa það „blanched“ eða fínmalað til að kakan verði léttari í sér)
möndluflögur
Aðferð:
Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunni. Setjið rauðurnar í skál með Sukrinmelis og hrærið vel saman með písk. Bætið við möndlumjölinu í eins og 4 skömmtum og hrærið því varlega saman við án þess að ofhræra. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið þeim varlega saman við deigið. Passið að slá ekki allt loft úr þeim. Hellið deiginu í smurt kökuform (ég nota 18cm kökuform) og stráið möndluflögum yfir áður en sett í 180C heitan ofn og bakað í u.þ.b. 20-25 mín.