Kryddað ofnbakað blómkál, frábært eitt og sér með Tahini eða sem meðlæti með öllum mat by admin | okt 26, 2021 | Grænmeti / Vegan Kryddað ofnbakað blómkál, frábært eitt og sér með Tahini eða sem meðlæti með öllum mat:1 stór (eða 2 litlir) blómkálshaus settur á hvolfi í pott með sjóðandi heitu vatni og soðið í a.m.k. 8 mín (fer eftri stærð blómkálsins). Takið blómkálið upp úr vatninu eftir suðu og látið standa þannig að vatnið leki vel af því. Á meðan blandið saman:2-3 tsk Hawayij kryddblöndu Kryddhússins1 msk hunangu.þ.b. 4 msk ólífuolíu.Hrært vel saman og pennslað yfir blómkálið. Saltið og piprið og setjið í 180 gráða heitan ofn í 30 mín eða þar til gyllt og stökkt. Gott að bera fram með Tahini (Tahini eða semsam smjör er mjög næringarríkt, stútfullt af próteini og B vítamíni, E vítamíni, járni, steinefnum ofl.): Aðferð:u.þ.b. 2 msk af Tahini kalt vatn, sítrónusafi og sjávarsalt eða Himalayan salt.Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja aðeins af vatni og hrærið það saman við og smá bætið við vatni þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta tekur smá tíma. Það er líka gott að hræra þetta í matvinnsluvél og tekur mun styttri tíma. Kreistið safa úr sítrónu út í og blandið vel saman við. Saltið aðeins og smakkið til með meiri sítrónusafa og eða salti.