Kalkúnn með sósu, sætkartöfluturnum, besta Waldorfsalatinu, rósakáli með beikoni og appelsínugljáa og hátíðarsalati með krydduðum pekanhnetum. Þessi máltíð er undir áhrifum frá halfbakedharvest.com
Uppskrift:
Heill kalkúnn
4 góðar msk af Kalkúnakryddi jurtablöndu Kryddhússins
100-150 gr smjör (þetta í silfurbréfinu)
salt og pipar
olía í lokin
1 appelsína
2 laukar
1 stór hvítlaukur eða 5 minni hvítlauksgeirar
2 lítrar af kjúklingasoði (2 teningar af krafti í hvern líter af soðnu vatni)
Aðferð:
Byrjið á að taka innvolsið úr kalkúnanum, skolið og þerrið hann og setjið í steikarfat, með bringuna upp.
Bræðið smjörið í potti, bætið Kalkúnakryddinu út í og hitið það í gegn.
Pennslið kalkúnann vel með kryddsmjörinu og passið að fara inn í hann og pennsla vel og inn undir skinnið en þó án þess að gera gat á skinnið.
Skerið appelsínuna, laukinn og hvítlaukinn til helminga og setjið inn í kalkúnann.
Bætið meira af smjöri og eins og ½ dl af olíu í pottinn með kryddsmjörinu og bræðið. Takið hreina grisju/muslin klút sem búið er að bleyta og vinda upp úr heitu vatni og dýfið honum í pottinn og látið hann drekka í sig fituna og kryddið sem eftir er. Breiðið grisjuna yfir fuglinn. Hellið eins og 3 bollum af kjúklingasoðinu í botninn á steikarfatinu og setjið kalkúnann inn í 230C heitann ofninn í 45 mín. Lækkið þá hitann í 180C og gott er að hella meira soði ef þarf í botninn og hella soði yfir grisjuna, bleyta grisjuna með soðinu. Kíkjið á kalkúnann á ca 45 mín fresti og bætið við soði ef þarf. Takið grisjuna af þegar 45 mín eða svo eru eftir af elduninni og látið kalkúnann brúnast. Eldunartíminn fer eftir þyngd fuglsins en það er oft miðað við u.þ.b. 30 mín eldunartími á hvert kíló. Þetta er þó misjafnt eftir ofnum. Ef notast er við kjötmæli er gott að stinga honum í lærið á fuglinum þar sem það er þykkast. Þegar hitinn er 165C er hann fulleldaður.
Kalkúninn er látinn standa/hvíla í 25-30 mín eftir að hann er fulleldaður áður en hann er svo skorinn og settur á fat.
Sósan:
2-3 skalottlaukar, niðurskornir
100 gr smjör
u.þ.b. 1/3 bolli hveiti
2-3 bollar kjúklingasoð og
soðið frá kalkúnanum (gott að taka það á meðan kalkúnninn er að eldast)
u.þ.b. 1 dl hvítvín
2-3 msk af Jólaglöggssírópi (sjá uppskrift undir flokknum „Jól“)
salt og pipar eftir smekk
Bræðið smjörið og mýkjið laukinn í smá stund. Sáldrið þá hveitinu út í og hrærið vel saman við. Hellið því næst soðinu út í og látið sjóða saman. Sigtið laukinn frá. Ef sósan er gerð deginum áður þá má hætta hér og setja hana inn í ískáp og fullgera hana áður en kalkúninn er borinn fram næsta dag. En þá er bætt við hvítvíni og soði af kalkúnanum þar til þeirri þykkt er náð sem hver og einn kýs. Sósan er að lokum bragðbætt með salti ef þarf, pipar og Jólaglöggssírópinu. Ég nota ekki matarlit í þessa sósu en það er að sjálfsögðu valkvætt.
Jólalegt Rósakál með beikoni og appelsínugljáa:
1 poki rósakál
3-5 msk ólífu olía
4-5 beikonsneiðar
salt og pipar
Picollo tómatar (eins og 1 pakki)
Hitið ofninn í 220 C. Skerið rósakálið til helminga og raðið því á bökunarplötu með sárið niður. Skerið beikonið í bita og stráið inn á milli rósakálsins. Dreypið ólífuolíunni yfir, saltið og piprið og ristið í ofni í u.þ.b. 20 mín. Þá bæti ég tómötunum við og elda í u.þ.b. 10 mín eða svo þannig að rósakálið og beikonið sé vel ristað og gullinbrúnt en tómatarnir aðeins mjúkir.
Á meðan rósakálið er að ristast er tilvalið að gera kryddlöginn:
¼ bolli hunang
Rauður pipar Kryddhússins á hnífsoddi
3 msk epla edik
2 msk smjör
1 tsk rifinn appelsínubörkur
rifinn geitaostur (eða t.d. feta ostur ef þið viljið ekki geitaostinn)
Sejið hunangið og rauða piparinn í pott og hitið. Takið af hellunni og blandið restinni af innihaldsefnunum saman við nema ostinum.
Kryddleginum er svo hellt yfir rósakálið og beikonið og ostinum stráð yfir allt að lokum.
Waldorf salat:
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita.
Rúmlega lúkufylli af grænum vínberjum skorin til helminga eða í sneiðar ef þau eru stór (gott að taka steinana úr)
u.þ.b. 1/2 sellerýstöngull, skorinn þversum í fínar skífur
4 msk mayonaise
225 ml léttþeyttur rjómi
1-2 msk Grand mariner líkjör (má sleppa)
1-2 msk hlynsíróp
Lúkufylli af valhnetum, grófskerið þær, til að blanda saman við og strá yfir salatið í lokin.
Hér er sniðugt að setja kalt vatn í skál með 1 stk C vítamín freyðitöflu og setja niðurskornu ávextina og sellerýið í vatnið. Ávextirnir geymast mjög vel þannig án þess að verða brúnir. Hrærið mayonaise með Grand mariner (má sleppa) og hlynsírópinu þar til það er orðið mjúkt og laust við kekki. Bætið þá léttþeytta rjómanum saman við, svo eplunum og vínberjunum (passa að sía vel vatnið af ávöxtunum ef þeir hafa legið í bleyti) og grófskornu valhnetunum að síðustu. Mér finnst gott að geyma salatið inn í ísskáp áður en það er borið fram. Fallegt að strá valhnetum yfir áður en salatið er sett á matarborðið.
Hátíðarsalat:
¼ bolli pekan hnetur
2 msk graskerafræ
3 msk hlynsíróp
½ tsk Cayenna chili
½ tsk Kanill malaður
sjávarsalt
1 pakkning prosciutto skinka
1-2 pokar af klettasalati
1 epli (kjarnhreinsað og skorið í þunnar skífur með hýðinu á)
1 avocado (skorið í sneiðar)
fræin úr 1 stk granatepli
½ bolli rifinn feta ostur
Stillið ofninn á 180C. Setjið hlynsírópið í skál ásamt kryddinu og veltið pekan hnetunum upp úr blöndunni. Leggjið hneturnar á ofnplötu með smjörpappír á og rífið prosciutto sneiðarnar niður og setjið sömuleiðis á plötuna. Dreytið olíu og salti yfir allt saman og ristið í ofni í 10-15 mín. Takið plötuna þá út og kælið.
Eplið eru skorið í þunnar skífur með hýðinu á. Gott að nota mandolín og gera þetta fyrr um daginn og geyma skífurnar í köldu vatni með 1 C vítamín freyðitöflu (sjá mynd). Þannig geymast ávextir vel án þess að þeir fari að brúnast/oxigenast.
Salat dressingin:
1/3 bolli ólífuolía
¼ bolli epla vínedik
1 msk dijon sinnep
1 msk eplamauk (má sleppa)
1 msk hunang eða hlynsíróp
1 msk þurrkað timían
2 tsk þurrkuð salvía
salt og pipar
Það er gott að gera dressinguna deginum áður eða í góðann tíma áður en salatið er borið fram, til að kryddjurtirnar mýkist og bragðið taki sig. Þessi dressing geymist vel á köldum stað. Öllu blandað saman í skál, smakkið ykkur til með sætuna, saltið og piparinn versus sýruna í edikinu þar til þið fáið jafnvægi á bragðið.
Þegar þið eruð tilbúin að bera salatið fram þá er fallegt að byrja með klettasalatið og dreypa af dressingunni á milli laga og raða epla- og avókadóskífunum efst ásamt krydduðu pekanhnetunum, granateplafræunum, skinkunni og ostinum. Dreypa svo af dressingunni yfir allt saman.
Sætkartöfluturnar:
2 og ½ – 3 sætkartöflur, reyna að velja langar og grannar í laginu (ég fékk 24 turna)
110 gr smjör
2 kúfaðar msk af Sætkartöflukryddi Kryddhússins
1 msk Hvítlauksduft Kryddhússins
Parmesan ostur, rifinn fínt
Geitaostur (má sleppa en gefur mjög gott bragð), rifinn niður
salt og pipar eftir smekk
Skerið kartöflurnar þversum í mjög þunnar skífur (best að nota mandoline). Gott að setja skífurnar í kalt vatn ef þið viljið vinna ykkur í haginn og gera þetta fyrr um daginn. Þær geymast vel í köldu vatni.
Bræðið smjörið og hitið Sætkartöflukryddið og Hvítlauksduftið í því. Setjið kartöfluskífurnar í skál (ef þær hafa legið í bleyti þá passið að sía vatnið vel af þeim) og blandið kryddsmjörinu vel saman við þær þannig að hver og ein skífa fái smjörkryddlag utan á sig. Best að gera þetta í smáum skömmtum, þ.e. slatti af skífum sett í skál og þá kryddsmjörinu hellt út á og nuddað vel á skífurnar, bætið við aðeins af salti og pipar. Bætið við slatta að skífum og þá kryddsmjörinu, aðeins salt og pipar, nuddið vel og svo koll af kolli þar til allt er orðið vel kryddað. Smyrjið muffins form og setjið eins og 1 tsk af fínt rifnum parmesan osti í botninn. Raðið skífunum ofan í hvert form fyrir sig og þjappið þeim aðeins þar sem skífurnar skreppa saman við eldunina. Það er gott að strá aðeins af parmesan á milli laga eins og einu sinni í hvert form. Stráið svo rifnum parmesan og geitaosti, salti og pipar á efsta lagið og hyljið vel með álpappír. Eldið í 200C heitum ofni í u.þ.b. 30 mín þá er gott að taka álpappírinn af og elda aðeins lengur eða þar til orðið gullinbrúnt. Ef maður vill vinna sér í haginn þá má hálfelda kartöfluturnana fyrr um daginn og setja svo inn í ofn án álpappírsins og elda í aðrar 10-15 mín. áður en þær eru bornar fram. Ef þið viljið stökka kartöfluturna þá má taka þá varlega úr forminu og setja hverja og eina á bökunarplötu og þannig inn í heitann ofn í nokkrar mín.