Hummus er dásamlega næringarríkur, góður og vinsæll réttur sem er auðvelt að útbúa. Þessi Hummuss hefur silkimjúka áferð og er algjör draumur enda Omry búinn að þróa þessa uppskrift svo hún líkist mest því sem hann þekkir frá sínu heimalandi eða mekka Hummussins!

Uppskrift af hummusnum hans Omry:

250gr þurrkaðar Kjúklingabaunir

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

Cumin malað

3-4 msk Tahini (sesam smjör)

Safi úr sítrónu

Za´atar kryddblanda Kryddhússins

250gr kjúklinabaunir ásamt 1 tsk matarsóda látnar liggja í vatni í miklu vatni í 10-12 tíma.

Þær svo soðnar (baunirnar munu tvöfaldast eftir að hafa verið útvatnaðar)

í miklu vatni með 1 tsk af lyftidufti, í 1 1/2-2 klst eða þar til mjúkar. Fleytið annað slagið froðunni af í suðunni. Passið að það sé alltaf nóg af vatni í pottinum og sjóðið án loksins. Takið baunirnar í sigti úr vatninu (ekki henda soðvatninu). Kælið þær svolítið eða niður í stofuhita og setjið í matinnsluvél. Gott að geyma eins og lúkufylli af soðnum baunum fyrir skreytingu/framsetningu. Maukið baunirnar í 1-2 mín í matvinnsluvél, ásamt 2-3 hvítlauksgeirum, safa úr ½ sítrónu, 1 tsk malað cumin, 3-4 góðar msk af Tahini (sesam smjöri), sjávarsalt (eða Himalaya) eftir smekk. Allt blandað vel saman. Ef vill má nota soðvatnið frá baununum til að þynna hummusinn út til að fá silkimjúka áferð. Smakkið ykkur til með sítrónusafanum og kryddinu ásamt saltinu.

Setjið hummusinn á disk, fallegt og heilsusamlegt að setja holu í hann og hella ólífuolíu út á og strá Za´atar kryddblöndu eða Sumac (ber sem eru þurrkuð og möluð) Kryddhússins út á ásamt baununum sem voru teknar frá.

Borið fram með nýbökuðu brauði. Hummus geymist í lokuðu íláti í ísskáp í 2-4 daga.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );