Þessar vel krydduðu smákökur með léttu og silkimjúku kremi eru algjört must á köldum haust/vetrardögum. Að auki eru þær svo hátíðlegar þar sem þær innihalda öll bestu bökunarkryddin og eru því líka vel við hæfi á aðventunni!

Uppskrift:

340 gr saltað smjör (í silfur bréfinu)

1 1/4 bolli ljós púðursykur

1 msk vanilla

2 egg við stofuhita

4 1/2 bolli hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 1/2 tsk Kanill

1/2 tsk Engifer

1/2 tsk Kardamommur

1/4 tsk Allrahanda malað

1/4 tsk Neglull malaður

1/2 tsk salt

1/8 tsk svartur pipar malaður

Hitið ofninn í 180C. Hrærið smjörið og sykurinn ásamt vanillunni í hrærivél þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel saman inn á milli. Skiptið þeytaranum yfir í K´ið, bætið þurrefnunum varlega út í og hrærið saman í deig. Skiptið deiginu í 3 hluta og gott að geyma tvo hluta í kæli á meðan unnið er með fyrsta hlutann og svo koll af kolli. Þar sem það er mikið smjör í deiginu þá er betra að vinna með það þegar það er aðeins kalt.

Setjið vel af hveiti á borðið og fletjið deigð út. Það er fallegra að hafa það þunnt eða eins og 0,6cm þar sem kökurnar munu aðeins bólgna út við baksturinn. Skerið út kökur með fallegu smákökumóti. Það er gott að setja bökunarplötuna með óbökuðum kökunum í frysti eða kæli ef þið hafið ekki pláss í frystinum í 15-20 mín en þannig halda þær betur frominu og renna síður út í bakstrinum. Bakið í u.þ.b. 12 mín við 180C hita.

Hlynsíróp-rjómaostakrem:

225 gr smjör saltað (þetta í silfur bréfinu) við stofuhita

2 bollar flórsykur

85 gr rjómaostur við stofuhita

1/3 bolli Hlynsíróp

1 msk vanilludropar eða 1/2 vanillustöng (skafið innihaldið út og notið það)

150-200 gr hvítt súkkulaði brætt, til að skreyta kökurnar með

Chai sykur til að strá yfir kökurnar (Uppskrift og aðferð: blandið saman 1/3 bolla af hrásykri eða ljósum púðursykri, 4 tsk af Kanil, 2 tsk Engifer, 1 tsk Kardamommur, 1/2 tsk rifin Múskathneta, 1/2 tsk Allrahanda, 1/2 tsk Negull, 1/8 tsk svartur pipar)

Aðferð við kremið:

Hrærið smjörið og flórsykurinn saman (það er mikilvægt að smjörið og rjómaosturinn séu við stofuhita þegar það er hrært annars er hætta á að það fari í kekki). Bætið rjómaostinum, hlynsírópinu og vanillunni saman við og hrærið allt vel saman þar til kremið verður létt og loftkennt. Setjið kremið í sprautupoka, takið tvær og tvær kökur sem eru af sömu stærð og setjið saman með kreminu. Skreytið kökurnar með brædda súkkulaðinu og sáldrið chai sykrinum yfir kökurnar á meðan súkkulaðið er enn blautt. Gott að geyma í kæli eða í frysti….ef það verður afgangur! 😉

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );