Burrekas eru mjög einfaldar að gera ef maður notar tilbúið smjördeig eins og við gerum hér. Þær slá alltaf í gegn og eru svo tilheyrandi að gera á laugar/sunnudagsmorgni og njóta með fjölskyldu og vinum. Fyllingin samanstendur af kotasælu, rifnum osti, eggi og kryddi. Tzatziki kryddblandan er ljúffeng í fyllinguna en það má leika sér hér og nota t.d. Lauk kryddblönduna okkar.

Uppskrift:

1 pakki frosið smjördeig frá t.d. Findus

1 egg

90 gr rifinn ostur’

190 gr kotasæla

2 góðar msk af Tzatziki kryddblöndu

salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Hvílið frosnar smjördeigsplöturnar á borðinu á meðan fyllingin er undirbúin. Setjið eggið, ostinn, kotasæluna og kryddið í skál og hrærið saman.

það eru 4 smjördeigsplötur í pakkanum og hver plata gerir 4 Burrekas.

Tzatziki kryddblandan er ljúffeng. Gott að setja vel af henni í fyllinguna.
Gott að salta aðeins og pipra fyllinguna
Fletjið hverja smjörplötu út fyrir sig og skerið plötuna í 4 teninga.
1 góð tsk af fyllingu sett í miðju teningsins.
Hvolfið deiginu um sjálft sig og…
…notið gaffal á hliðarnar til að loka fyllinguna af
Pennslið yfir með eggjablöndu (egg og aðeins af vatni hrært saman)
Stráið sesamfræum yfir og bakið við 180 C í u.þ.b. 30 mín eða þar til gullið og stökkt að utan…
Góðar hvort sem er heitar eða kaldar
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );