Mace 35g
654 kr.
Innihald: Mace, þurrkað og malað.
Mace er hýðið sem umlykur múskathnetuna. Þegar múskathnetan er fjarlægð úr hýðinu er hýðið tekið og það þurrkað. Indverjar nota Mace mikið í sína margrómuðu matargerð og það er kryddið sem upphaflega er notað í Beshamel (hvítu sósuna sem fer á milli laga í lasagna). Þetta er dásamlega bragðgott krydd, með ríkum ilm og bragði og það ber að nota sparlega rétt eins og múskat því annars er hætta á að það taki réttinn yfir.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silíkons díoxíðs, án salts.
Athugið að við pökkum Mace í poka en ekki í hinar hefðbundnu umbúðir úr pappa og filmu.