Hér koma saman „jóla“krydd eins og kanill, stjörnuanís, allrahanda, negull og fleiri dásamleg, náttúrulega sæt og vermandi krydd ásamt þurrkaðri appelsínu. Ljúffengt og jólalegt í t.d. eplasafa fyrir alla til að njóta eða út í vín fyrir hina fullorðnu. Ilmurinn í eldhúsinu verður lokkandi þegar þessi blanda er hituð í glögg!

Áfengt glögg:

2-3 góðar msk af Jólaglöggskryddblöndu

1 flaska rauðvín (eða hvítvín)

8 msk sykur eða önnur sæta.

Allt sett í pott og hitað að suðumarki. Slökkvið á hitanum og látið standa undir loki í 20-30 mín til að kryddið taki sig. Getur þurft að smakka sig aðeins til, t.d. bæta við meiri sætu ef vínið er mjög súrt. Gott að velgja aðeins áður en skenkt. Njótið í góðra vina hópi!

Óáfengt glögg:

2 msk af Jólaglöggskryddblöndu

1 líter eplasafi (eða trönuberjasafi)

2 msk hunang (má sleppa ef safinn er mjög sætur)

Sama aðferð og í áfenga glögginu hér að ofan.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );