Kryddaðar smákökur sem eru ljúffengar á bragðið:

200gr hveiti
2 tsk engifer
1 1/2 tsk kanill
1/2 tsk allrahanda
1/4 tsk múskat hneta (rifið fínt)
1 msk kakó
115gr smjörlíki
100gr hrásykur
100gr kókossykur
85gr melassa (molasses)
1 tsk matarsódi (leystur upp í 1 1/2 tsk af sjóðandi vatni)

Hveiti, krydd og kakó sigtað saman í skál. Smjölíkið og sykurinn þeytt saman þar til létt og ljóst. Bætið þá melassa út í og blandið vel saman. Bætið helming af þurrefnunum út í ásamt matarsódanum og að lokum restinni af þurrefnunum. Deigið geymt í kæli í a.m.k. 1 klst. Hitið ofninn í 170C. Mótið litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr hrásykri. Setjið á smjörpappír í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15 mín.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );