Cumin malað 40gr
571 kr.
Innihald: möluð cumin fræ / broddkúmen.
Eitt af grunnkryddum í arabískri og indverskri matargerð. Aromatískt bragð sem eykst við eldun.
Cumin er eitt af aðalkryddunum í Miðausturlanda-matargerð. Ómissandi á hvort sem er grænmeti, kjúkling eða sjávarfang og er einnig ljúffengt m.a. í hvers konar baunarétti.
Cumin er einnig mikið notað í mexíkanskri eldamennsku, Tex-mex réttum, indverskri og miðausturlenskri matargerð. Cumin fræ eru auðug af járni, manganese, kalk, fosfór og B1-vítamíni. Þau eru talin örva ensím framleiðslu í brisi sem örva meltingu og upptöku næringar úr fæðunni.
Cumin er upprunnið í Egyptalandi. Í Biblíunni er minnst á það, bæði sem krydd í matargerð og sem tíund til kirkjunnar. Í Forn-Egyptalandi var cumin einnig notað til að smyrja lík faróanna.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.